fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ótrúlegar tilraunir til tryggingasvika – Fórnaði fæti í von um bætur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 07:22

Stafli af norskum krónum sem tengjast þessu máli þó ekki beint. Mynd:Morten Jelsa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðast ekki vera nein takmörk á hugmyndaflugi fólks og vilja til að svíkja fé út úr tryggingafélögum. En að einhver gangi svo langt að fórna fæti til að fá bætur kann að þykja ótrúlegt en dæmi um slíkt er samt sem áður þekkt.

Í nýlegri umfjöllun TV2 er fjallað um tilraunir Dana til að hafa fé af tryggingafélögum með ólögmætum hætti. Þar er sérstaklega fjallað um mál manns sem lagðist á lestarteina og lét lest aka yfir annan fót sinn með það að markmiði að missa fótinn.

Dönsk tryggingafélög hafa brugðist við þessu með því að fjölga starfsmönnum sem rannsaka meint tryggingasvik og hafa margir fyrrum lögreglumenn verið ráðnir til slíkra starfa.

Í umfjöllun TV2 er rætt við einn slíkan en hann nýtur nafnleyndar í umfjölluninni. Hann starfar hjá Tryg. Hann segir þar frá grófasta dæminu sem hann þekkir um tryggingasvik en það var fyrrgreindur maður sem lét lest aka yfir annan fót sinn til að fá bætur. Hann hafði keypt tryggingar hjá nokkrum félögum og átti að fá 12 milljónir danskra króna í bætur frá Tryg og hefði fengið þær ef ekki hefði komist upp um svikin.

„Þetta sýnir hversu mikla áhættu sumir eru reiðubúnir að taka til að fá greiddar bætur.“

Er haft eftir lögreglumanninum.

Fjölmiðlafulltrúi Tryg, Tanja Frederiksen, staðfesti þetta við BT og sagði að maðurinn hefði keypt 17 slysatryggingar að upphæð 33 milljónir danskra króna hjá þremur dönskum tryggingafélögum áður en hann lagðist á lestarteinana.

Mál mannsins var tekið fyrir í undirrétti í Glostrup í árslok 2016. Þar sigruðu tryggingafélögin þrjú og kröfum mannsins var hafnað og var maðurinn dæmdur til að greiða félögunum málskostnað. Það sem kom tryggingafélögunum á sporið með svik mannsins var að nokkrum árum áður hafði hann komið við sögu í svipuðu máli. Þá sagaði hann aðra höndina af sér með vélsög. Hún var saumuð aftur á en á endanum varð að taka hana af vegna ýmissa vandamála sem upp komu. Þetta gerðist árið 2000 og fékk maðurinn þá 9,2 milljónir danskra króna í bætur og notaði hann fjármagnið til að fjárfesta í fasteignum.

Þetta er grófasta dæmið sem nefnt var til sögunnar í umfjölluninni en einnig voru nefnd til sögunnar mál viðskiptavins sem sagaði af sér fingur til að fá bætur. Þá eru ófá málin þar sem fólk hefur „eyðilagt“ eða „týnt“ iPhone símunum sínum sama dag og nýtt módel kom á markaðinn. Þá segjast tryggingafélögin vera sérstaklega á varðbergi þegar tilkynnt er um umferðaróhöpp sem eru sögð hafa átt sér stað um miðja nótt á fáförnum vegum. Það er fólk úr öllum stéttum samfélagsins sem hefur orðið uppvíst að tryggingasvikum að sögn lögreglumannsins fyrrverandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“