fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Ótrúleg sjón blasti við 16 ára stúlku þegar hún kafaði í sjónum – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 20. janúar 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum ákvað hin þá sextán ára gamla Alex Weber að skella sér í köfunarleiðangur úti fyrir ströndum Kaliforníu. Alex þessi er áhugakafari og stundar fríköfun í tómstundum sínum.

Staðurinn sem hún valdi var engin tilviljun því í nágrenninu eru fimm golfvellir, þar á meðal hinn virti Pebble Beach-golfvöllur sem meðal annars er notaður í PGA-mótaröðinni í golfi.

Óhætt er að segja að Alex hafi brugðið þegar hún skellti sér í sjóinn á þessum slóðum. „Maður sá ekki sandinn,“ segir hún og vísar til allra þeirra golfbolta sem lágu á sjávarbotninum. Ekki var um neitt lítið magn að ræða því á síðustu tveimur árum hefur Alex dregið 50 þúsund golfkúlur á land á þessum slóðum. Sönnunina má sjá í myndbandinu hér undir.

Undanfarin tvö ár hefur Alex farið reglulega í köfunarleiðangra og sótt golfkúlurnar ásamt föður sínum og vini. Í september síðastliðnum náðu þau 50 þúsund bolta markinu.

Margir kynnu að hugsa að golfkúlur séu sárasaklausar og skaðlausar fyrir náttúruna. Sannleikurinn er sá að því fer fjarri því golfkúlurnar innihalda meðal annars efnasambönd sem geta verið skaðleg fyrir náttúruna og dýralíf. Þá eru þær húðaðar með þunnu lagi af Polymer, þekjandi þéttiefni, sem losnar af kúlunum þegar þær velkjast um í sjónum. Með tímanum leysast kúlurnar upp og verða að örplasti, hugtaki sem sífellt fleiri eru farnir að kannast við.

Alex segir við bandaríska fjölmiðla að hún eigi sér þann draum að framleiðendur golfbolta myndu þróa þá á þann veg að þeir myndu fljóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað