fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Harmleikur á laugardag: Hræðileg sjón blasti við sjúkraflutningamönnum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 14. janúar 2019 20:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að fentanýl, hættulegasta fíkniefni heims, hafi orðið til þess að þrettán fíklar tóku inn of stóran skammt síðastliðinn laugardag. Atvikið átti sér stað í Kaliforníu í Bandaríkjunum; einn var úrskurðaður látinn og tólf voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi.

Fólkið var samankomið í íbúðarhúsi í Chico í Kaliforníu og var hver einasti sjúkrabíll borgarinnar kallaður að húsinu. Ófögur sjón blasti við sjúkraflutningamönnum þegar þeir mættu á vettvang; rænulaust fólk á víð og dreif um húsið. Fólkið sem um ræðir er á aldrinum 19 til 30 ára.

Tveir viðbragsaðilar voru fluttir á sjúkrahús vegna eitrunareinkenna eftir að hafa farið inn í húsið. Ljóst er að verr hefði farið ef ekki hefði verið fyrir lyfið Naloxone sem dregur úr áhrifum ópíóíða.

Pressan greindi frá því í desember að fentanyl væri hættulegasta fíkniefni Bandaríkjanna með tilliti til dauðsfalla eftir ofneyslu. 18.335 manns dóu árið 2016 eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfinu, en árið 2016 var fyrsta árið sem fentanyl var í efsta sæta. Árin 2012 til 2015 var heróín það fíkniefni sem dró flesta til dauða í Bandaríkjunum. Oxycodone var á toppnum árið 2011.

Lyfið er gríðarlega sterkt, margfalt sterkara en morfín og heróín og örlítill skammtur getur dregið fólk til dauða. Árið 2011 mátti rekja fjögur prósent dauðsfalla af völdum of stórs fíkniefnaskammts til Fentanyl en 29 prósent árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað