fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Breskar fjármálastofnanir hafa flutt 120 þúsund milljarða úr landinu eftir Brexit atkvæðagreiðsluna

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 11:00

Frá Lundúnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu sem fyrirtækið Ernst and Young gerði, hafa breskar fjármálastofnanir flutt yfir 120 þúsund milljarða króna úr bresku fjármálakerfi eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr Evrópusambandinu. Í skýrslunni kemur fram að þessi tala gæti verið umtalsvert hærri.

Í skýrslunni kemur einnig fram að breskar fjármálastofnanir hafi nú þegar flutt úr landi 2000 störf. Áætla skýrsluhöfundar að sú tala fari upp í 7000 fyrir 29. mars næstkomandi. Yfir 55% af öllum bönkum og fjárfestingarbönkum í Bretlandi segjast ætla að draga verulega úr starfsemi sinni í Bretlandi eftir að landið gengur úr Evrópusambandinu.

Umræður um Brexit samninginn eru hafnar í breska þinginu og er líklegast að kosið verði um samninginn í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað