fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Þrír handteknir í tengslum við morðin: „Fyrir utan stóðu tveir lögregluþjónar og þá vissi ég hvað hafði gerst“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 18. desember 2018 15:06

Maren Ueland, 28 ára og Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á morðunum á vinkonunum Maren Ueland og Louisu Vesterager Jespersen í Marokkó. Vinkonurnar fundust látnar á mánudag; Maren var 28 ára og frá Noregi en Louisa var 24 ára og frá Danmörku.

Málin hafa vakið mikinn óhug í Noregi og Danmörku enda voru vinkonurnar í bakpokaferðalagi þegar þær voru myrtar.

Skoða tengsl við öfgahyggju

Vinkonurnar fundust látnar í gær í fjalllendi skammt frá Toubkal í suðvesturhluta landsins, hæsta fjalli Norður-Afríku. Í frétt VG í Noregi kemur fram að einn maður hafi verið handtekinn snemma í morgun og tveir til viðbótar í dag. Ekki er útilokað að morðin tengist einhverskonar öfgahyggju eða hryðjuverkastarfsemi.

Hátt settur aðili innan lögreglunnar í Marokkó sagði við norska fjölmiðla í morgun að lögreglan hefði fjóra menn grunaða um verknaðinn. Sá sem var handtekinn í morgun er frá Marokkó og var handtekinn í Marrakech en hinir tveir voru handteknir í hafnarborginni Safi.

Marokkó telst nokkuð öruggt land

Marokkó telst til nokkuð öruggra landa fyrir ferðalanga og var landið til dæmis í 132. sæti á lista yfir hættulegustu lönd heims. „Marokkó er friðsælt land. Árásir á ferðamenn eru afar sjaldgæfar,“ sagði fulltrúi lögreglu við VG en tíu milljónir heimsækja landið á ári hverju.

Maren og Louisa voru nemendur við Sørøst Norge Universitet og komu þær til Marokkó þann 9. desember síðastliðinn. Ætluðu vinkonurnar sér að vera í mánuð í landinu.

Móðir Marenar segir við NRK að hún hafi ekki heyrt í dóttur sinni síðan hún kom til Marokkó. Ferðalagið þangað hafi gengið vel en hún ætti ekki von á því að geta verið í símasambandi næstu daga á eftir.

Fékk spurnir af morðunum

BT í Danmörku ræddi við móður Louisu, Helle Jespersen, sem sagðist hafa fengið spurnir af morðunum áður en yfirvöld létu fjölskylduna vita. Sonur hennar og bróðir Louise hafi fengið skilaboð frá norskri vinkonu sinni þess efnis að norsk og dönsk stúlka hefðu fundist myrtar í Marokkó. Sú norska hefði vitað af ferðalagi þeirra og spurt hvort fjölskyldan hefði heyrt í einhverjum í tengslum við málið. Sonur hennar hafi sagt að enginn hafi haft samband og hann fengið þau skilaboð til baka að það væri gott. Samkvæmt norskum fréttamiðlum hefði verið búið að tilkynna aðstandendum um lát stúlknanna.

Eðli málsins samkvæmt var fjölskyldunni létt en tíu mínútum síðar var bankað á dyrnar á heimili fjölskyldunnar. „Fyrir utan stóðu tveir lögregluþjónar og þá vissi ég hvað hafði gerst,“ sagði Helle.

Lögreglan í Marokkó fer með rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar