fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Svona hættulegir eru orkudrykkir – „Boðskapur minn er skýr: „Látið orkudrykki eiga sig““

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 06:05

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annríki fyrir jólin, prófstress, mikið álag í vinnunni eða eitthvað annað sem er hægt að nota sem afsökun fyrir að fá sér orkudrykk til að geta staðið undir kröfum og álagi dagsins. En það hefur heilsufarslegar afleiðingar að drekka orkudrykki til að geta komist yfir það sem þarf að gera.

Þetta segir í umfjöllun The American Heart Association. Þar er haft eftir John Higgins, yfirlækni hjartadeildar Lyndon B. Johnson sjúkrahússins i Houston, að boðskapur hans til námsmanna og íþróttafólks sé alveg skýr: „Látið orkudrykki eiga sig“.

Hann stýrði rannsókn þar sem rannsakað var hvaða áhrif 0,7 lítrar af orkudrykk höfðu á 44 heilbrigða námsmenn á þrítugsaldri. Niðurstaðan var að eftir einn og hálfan tíma gátu æðar þeirra aðeins víkkað um helming þess sem þær gera venjulega.

„Ef maður er undir líkamlegu eða andlegu álagi þurfa æðarnar einmitt að geta víkkað svo blóð komist hraðar til vöðva, hjarta og heila.“

Segir Higgins.

Eins og víðar hefur sala á orkudrykkjum aukist mikið í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Til að auka söluna bæta sífellt fleiri framleiðendur vítamínum við drykkina en það breytir því ekki að orkudrykkir eru í grunninn óhollir.

„Sykur- og koffínmagn er miklu meira en ráðlagður dagsskammtur, stundum allt að 10 sinnum meira eða enn meira en það.“

Segir Higgins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum