fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Svona hættulegir eru orkudrykkir – „Boðskapur minn er skýr: „Látið orkudrykki eiga sig““

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 06:05

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annríki fyrir jólin, prófstress, mikið álag í vinnunni eða eitthvað annað sem er hægt að nota sem afsökun fyrir að fá sér orkudrykk til að geta staðið undir kröfum og álagi dagsins. En það hefur heilsufarslegar afleiðingar að drekka orkudrykki til að geta komist yfir það sem þarf að gera.

Þetta segir í umfjöllun The American Heart Association. Þar er haft eftir John Higgins, yfirlækni hjartadeildar Lyndon B. Johnson sjúkrahússins i Houston, að boðskapur hans til námsmanna og íþróttafólks sé alveg skýr: „Látið orkudrykki eiga sig“.

Hann stýrði rannsókn þar sem rannsakað var hvaða áhrif 0,7 lítrar af orkudrykk höfðu á 44 heilbrigða námsmenn á þrítugsaldri. Niðurstaðan var að eftir einn og hálfan tíma gátu æðar þeirra aðeins víkkað um helming þess sem þær gera venjulega.

„Ef maður er undir líkamlegu eða andlegu álagi þurfa æðarnar einmitt að geta víkkað svo blóð komist hraðar til vöðva, hjarta og heila.“

Segir Higgins.

Eins og víðar hefur sala á orkudrykkjum aukist mikið í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Til að auka söluna bæta sífellt fleiri framleiðendur vítamínum við drykkina en það breytir því ekki að orkudrykkir eru í grunninn óhollir.

„Sykur- og koffínmagn er miklu meira en ráðlagður dagsskammtur, stundum allt að 10 sinnum meira eða enn meira en það.“

Segir Higgins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju