fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Loftsteinninn Bennu getur rekist á jörðina – 80.000 sinnum öflugri en kjarnorkusprengja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 07:11

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að öðlast betri skilning á hvernig líf hófst á jörðinni sendi bandaríska geimferðastofnunin NASA geimfarið Osiris-Rex út í geiminn 2016 til að rannsaka loftsteininn Bennu. Bennu er á stærð við skýjakljúf og getur hugsanlega lent í árekstri við jörðina á næstu öld. Ef svo illa fer verða afleiðingarnar hrikalegar því sprengingin yrði 80.000 sinnum öflugri en kjarnorkusprengingin í Hiroshima í síðari heimsstyrjöldinni.

Bennu er nú í um 2,25 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hann er einhverskonar afgangur frá því að sólkerfið okkar myndaðist fyrir 4,5 milljörðum ára og hefur verið á ferð um það síðan. Vísindamenn telja að Bennu hafi lent í árekstri við jörðina á þeim tíma og hafi hugsanlega skilið eftir sig vatn og lífræn efni sem lögðu síðan grunninn að líf hér á jörðinni.

Osiris-Rex er nú kominn að Bennu og sýni af yfirborði loftsteinsins sýna að þar er að finna vísbendingar um vatn. Þetta getur, að sögn Dante Lauretta sem stýrir verkefninu, verið mjög mikilvæg uppgötvun í tengslum við rannsóknir á upphafi lífsins á jörðinni.

Geimfarið hefur safnað ryki frá Bennu og greint það. Geimfarið kemur síðan aftur til jarðarinnar 2023 með þau sýni sem það hefur þá aflað. Vonast vísindamenn til að það færi okkur nýja vitneskju um sögu sólkerfisins.

Bennu fer sjötta hvert ár í gegnum braut jarðarinnar á eilífðarferðalagi sínu um sólina. 2135 mun braut Bennu liggja á milli jarðarinnar og tunglsins og það gæti haft áhrif á braut hans í framtíðinni. NASA hefur sett  Bennu í flokk með „hugsanlega hættulegum“ loftsteinum vegna þessa því ekki er talið útilokað að þá muni braut hans breytast og hann lenda í árekstri við jörðina síðar. Það er þó huggun harmi gegn að líkurnar á þessu eru ekki taldar miklar en ef allt fer á versta veg erum við í vondum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig