fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Flóttamenn sigla í auknum mæli yfir Ermasund til Bretlands

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 08:46

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það færist sífellt í vöxt að innflytjendur og flóttamenn reyni að komast til Bretlands með því að sigla yfir Ermasund. Þeir greiða oft háar fjárhæðir fyrir siglingu í óöruggum gúmmíbátum og hafa smyglarar háar fjárhæðir upp úr krafsinu. Talið er að orðrómur um að landamærum Bretlands verði lokað í kjölfar Brexit eigi sinn þátt í þessari aukningu.

Til að reyna að stemma stigum við þessu íhugar innanríkisráðuneytið að kalla strandgæslubáta, sem nú eru við störf í Miðjarðarhafi, heim til að vakta Ermasund. Aðeins 33 kílómetrar eru á milli Frakklands og Bretlands þar sem styst er á milli. Þetta er ekki auðvelt sigling á litlum bátum en margir virðast reiðubúnir til að láta á þetta reyna í þeirri von að komast til Bretlands.

Ekki er vitað hversu margir bátar hafa komist yfir sundið enda kemst ekki upp um alla. Vitað er að á þremur vikum í nóvember komu að minnsta kosti 10 bátar með 100 manns til Bretlands. Frönsk yfirvöld segja að um 30 tilraunir til siglinga yfir sundið hafi verið gerðar síðan í byrjun október.

Þrír menn hafa verið dæmdir í átta ára fangelsi hvor fyrir að hafa flutt fólk ólöglega yfir sundið að minnsta kosti þrisvar sinnum. Þeir yfirfylltu gúmmíbáta sína og fóru með fólkið yfir sundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“