fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

George H.W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseti er látinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 06:24

George W.H. Bush. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

George H.W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, er látinn 94 ára að aldri. Hann var 41. forseti Bandaríkjanna en hann sat í embætti frá 1989 til 1993 og leiddi þjóðina í gegnum síðasta hluta kalda stríðsins. Hann naut mikilla vinsælda í kjölfar Persaflóastríðsins 1991 en þær vinsældir hröpuðu fljótlega í kjölfar stuttrar en slæmrar efnahagskreppu. Þetta varð þess valdandi að Bill Clinton sigraði hann þegar Bush bauð sig fram á nýjan leik.

Í fréttatilkynningu frá syni hans, George W. Bush fyrrum Bandaríkjaforseta, segir að fyrir hönd systkinana tilkynni hann um andlát föður þeirra. Bush yngri varð forseti átta árum eftir að faðir hans tapaði fyrir Clinton.

Heilsufar Bush eldri hefur lengi verið slæmt og hann var margoft lagður inn á sjúkrahús á undanförnum misserum. Eiginkona hans til 70 ára, Barbara Bush, lést í apríl. Við útför hennar sat Bush eldri í hjólastól og var klæddur í sokka með myndum af bókum. Það gerði hann af virðingu við áralanga baráttu eiginkonunnar um að bæta lestrarkunnáttu bandarískra barna.

George H.W. Bush lætur eftir sig fimm börn og 17 barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala

Átta myrtir á tveimur mánuðum – Óttast að raðmorðingi leiki lausum hala
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol