fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Skrímslið frá Worcester fær reynslulausn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David McGreavy, sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi árið 1973, hefur verið veitt reynslulausn. McGreavy verður helst minnst fyrir að myrða þrjú börn á hrottalegan hátt það sama ár.

David, sem er kominn á sjötugsaldur, var að gæta barnanna þegar hann myrti þau. David, fjögurra ára, og systur hans, Dawn tveggja ára og Samantha níu mánaða hlutu hörmulegan dauðdaga en óþarfi er að fara nánar út í lýsingar á morðunum.

Elsie Urry, móðir barnanna, grátbað skilorðsnefnd um að halda David í fangelsi en skilorðsnefnd úrskurðaði honum í vil, sagði hann hafa breyst mikið á þeim 45 árum sem hann hefur verið í fangelsi.

David var dæmdur til þess að afplána minnst tuttugu ár en hann verður á skilorði það sem eftir er. David, sem var kallaður skrímslið frá Worcester, sagðist hafa gengið af göflunum þegar yngsta barnið, Samantha, grét hástöfum.

David var vinur föður barnanna og var hann fenginn til að sitja yfir börnunum meðan Elsie fór að vinna. Elsie segir við breska fjölmiðla að hún sé mjög ósátt við að David sé nú frjáls ferða ferða sinna enda hafi henni verið lofað á sínum tíma að David færi aldrei úr fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað