fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Pressan

Anna sveik tvo milljarða út úr félagsmálaráðuneytinu – Tengdasonur hennar stundar einnig svikastarfsemi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 06:18

Anna Britta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust var skýrt frá því að Anna Britta Nielsen hefði dregið sér sem nemur um tveimur milljörðum íslenskra króna úr sjóðum danska félagsmálaráðuneytisins. Fjárdrátturinn stóð yfir árum saman en féð tók hún úr sjóðum sem eru ætlaðir þeim allra verst settu í samfélaginu. Eins og DV skýrði frá í byrjun nóvember var Anna Britta handtekin í Suður-Afríku en hún hafði látið sig hverfa úr landi áður en upp komst um fjárdráttinn. Hún situr nú í gæsluvarðhaldi í Danmörku en rannsókn málsins stendur enn yfir. Í gær skýrðu danskir fjölmiðlar frá því að tengdasonur hennar virðist vera á sömu línu og Anna og stundi svikastarfsemi.

BT segir að Kian Omid Mirzada, sem er kvæntur Karina Jamilla Hayat, dóttur Anna Britta, reki fyrirtæki sem heitir eða hafi heitið Inventar Invest. Fyrirtækið hafi meðal annars svikið eiganda kráar á Suður-Jótlandi. Hann pantaði eldhústæki fyrir sem svarar til rúmlega 100.000 íslenskra króna hjá fyrirtækinu á heimasíðu þess. Tækið fékk hann aldrei og hann telur peningana vera glataða. Búið er að loka heimasíðunni.

BT segir að Mirzada reki svikafyrirtækið sem hafi nú skipt um nafn og sé staðsett í Hvidovre. Nú er það skráð sem verktakafyrirtæki í byggingaiðnaði. Áður en það skipti um nafn seldi það eldhúsbúnað til veitingastaða. Inventar Invest leigði sýningarsal í Hvidovre af öðru fyrirtæki en Mirzada lét sig hverfa þaðan í sumar og skildi eftir sig ógreidda reikninga vegna leigu.

BT reyndi að ná sambandi við Mirzada en hann vildi greinilega ekki ræða við blaðamenn og lét ekki ná í sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína

TikTok-stjarna tekin af lífi fyrir framan fjölskylduna sína
Pressan
Í gær

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur

Vendingar í máli kennara sem var skotinn af sex ára nemanda sínum – Þetta fær hún í bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis

Bandarískur þjálfari fann bestu matvöruna hérlendis
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar

Faðir stúlkunnar fannst látinn – Skilaði sér ekki til afplánunar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn

Jóhann Karl fyrrum Spánarkonungur rifjar upp þegar hann drap 14 ára bróður sinn