fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Er hann lélegasti þjófur heims? Fannst steinsofandi með allt þýfið í fanginu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 20:30

Hinn arfaslaki þjófur Anthony Foord. Mynd:Lögreglan í Kent

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. maí síðastliðinn braust Anthony Foord inn í hús í Folkestone á Englandi. Þar stal hann miklum verðmætum, þar á meðal eyrnalokkum og úrum auk peninga. Lögreglan hafði uppi á honum þremur dögum síðar eftir að niðurstaða DNA-rannsóknar lá fyrir en DNA úr Foord fannst á flösku sem hann skildi eftir í húsinu.

Þegar lögreglan fór inn í húsið, sem Foord hélt til í, fann hún hann steinsofandi í sófa með skartgripaboxið úr húsinu í fanginu. Talsmaður lögreglunnar segir að Foord hafi verið með um 180 muni í fanginu og í kringum sig og hafi þetta allt verið þýfi. Foord þvertók fyrir að hafa brotist inn í húsið og sagðist ekki geta gefið neina skýringu á hvaðan allir þessir munir hafi komið.

Dómstóll í Canterbury tók ekki mark á þessum skýringum hans og dæmdi hann í sjö ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað