fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Hryllingur í Melbourne – Kveikti í bíl og réðst síðan á vegfarendur og stakk þá – Skotinn til bana af lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 09:24

Frá vettvangi hryðjuverkaárásar í Melbourne fyrr í mánuðinum. Mynd:Instragram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var skotinn til bana af lögreglunni í Melbourne í Ástralíu klukkan 4.20 síðdegis í dag að staðartíma en þá var klukkan 3.20 að næturlagi hér á landi. Hann hafði ekið á bíl í Bourke Street og borið eld að bílunum áður en hann réðst, vopnaður hníf, að vegfarendum. Hann náði að stinga þrjá vegfarendur og er einn þeirra látinn. Árásarmaðurinn er sagður hafa tengsl við þekkta hryðjuverkamenn.

Bíll árásarmannsins er sagður hafa verið fullur af gaskútum. Á upptökum af atburðunum sést árásarmaðurinn ráðast á tvo lögreglumenn og reyna að særa þá með hníf. Þeir reyna að víkja sér undan og flýja um stund undan manninum. Hugrakkur vegfarandi sést reyna að aka árásarmanninn niður með innkaupakerru.

Lögreglumennirnir sjást síðan hörfa yfir götuna og árásarmaðurinn elta þá. Á endanum sést þegar hann er skotinn í brjóstkassann af lögreglumanni. Þeir höfðu áður reynt að beita rafbyssu gegn manninum. News.com.au skýrir frá þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað