fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Mikil leit að 12 ára þroskaheftum dreng – Grunur um að honum hafi verið rænt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 17:36

Dante. Mynd úr einkasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því síðdegis í gær hefur umfangsmikil leit staðið yfir að 12 ára þroskaheftum dreng í sem hvarf frá Falkenberg í Svíþjóð. Leitin hefur engan árangur borið og hefur lögreglan nú hafið rannsókn á hvort honum hafi verið rænt.

Drengurinn, sem heitir Dante, fór út að viðra hund um klukkan 17 í gær en skilaði sér ekki aftur heim. Sænska ríkisútvarpið segir að hann hafi verið í blárri úlpu, með húfu og í svörtum skóm með endurskinsröndum á. Hann er ljóshærður og um 140 sm á hæð.

Um 1.000 manns  hafa tekið þátt í leitinni. Þyrlur hafa verið notaðar sem og hundar en án árangurs. Ekkert hefur fundist sem getur gefið vísbendingu um hvar hann er. Hundurinn fannst um klukkan 23 í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað