fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Þetta skaltu gera ef hundur ræðst á þig

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 18:30

Pit bull terrier.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundur, sem sýnir tennurnar, er á fullri ferð í átt að þér, barninu þínu eða hundinum þínum. Hvernig áttu að bregðast við því? Besta ráðið er að meta aðstæðurnar og reyna að bregðast þannig við að líkurnar á að einhver verði bitinn séu eins litlar og hægt er. Hundaþjálfarinn Betina Sabinsky kom með nokkur ráð um þetta í samtali við BT þegar hún var spurð út í hvernig fólk eigi að bregðast við.

Hún segir að ef fólk er eitt þegar hundur ræðst á það sé best að standa kyrr. Ekki horfa í augu hundsins og gott er að snúa annarri hvorri síðunni að honum. Þetta segir hún að sendi hundinum róandi merki og hann slaki aðeins á. Fólk á síðan að bíða eftir að eigandi hundsins komi á staðinn. Ekki er gott að hrópa á hjálp því það getur stressað hundinn og æst hann enn frekar.

Ef þú ert með barn eða lítinn hund með þá skaltu lyfta þeim upp. Þú átt þá á hættu að verða bitin(n) en það er mikilvægt að muna að hundurinn ætlar væntanlega að ráðast á barnið eða hundinn þinn en ekki þig. Ef þú ert með stóran hund skaltu gera það sem þú getur til að vernda hann en ekki sleppa honum lausum, aldrei.

Ef það virkar ekki að standa kyrr og hundurinn bítur þig skaltu berjast við hann. Leggðu mat á hvort þú getir hlaupið undan honum en ef það er ekki hægt skaltu berjast við hann. Ekki reikna með að þú getir sparkað eða lamið í ákveðna líkamshluta hans.  Það er enginn tími til þess. Þess í stað skaltu bara sparka eða lemja í hann þar sem hægt er hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað