fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

„Þú drapst mömmu mína“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. september 2018 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðarslys í Watertown í Massachusetts í Bandaríkjunum varð til þess að kona lést og karlmaður var stunginn og hlaut lífshættulega áverka. Talið er að sonur konunnar hafi ráðist á bílstjórann sem varð valdur að slysinu og stungið hann.

Í frétt Boston Globe kemur fram að ökumaður dráttarbíls hafi ekið á konuna sem var fótgangandi. Karlmaður sem var með konunni í för brást ókvæða við, réðst á bílstjórann og stakk hann margsinnis í kviðinn. Hann er sagður hafa öskrað að bílstjóranum: „Þú drapst mömmu mína.“

Bílstjórinn er sagður hafa reynt að róa manninn, sagt honum að um slys hafi verið að ræða og hann hafi ekki séð konuna. Árásarmaðurinn tók ekki mark á þeim útskýringum og stakk bílstjórann margsinnis.

Bílstjórinn var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en konan var úrskurðuð látin. Árásarmaðurinn var svo færður í fangaklefa lögreglu þar sem hans bíður ákæra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað