fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Pantaði bíl frá Uber – Ferðin varð stórundarleg

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 19:30

Oruganti undir stýri og bílstjórinn steinsofandi. Mynd:@suryaoruganti/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir langt flug er fátt betra en að flýta sér heim og komast í eigin húsnæði og eigið rúm. Þá getur verið gott að taka leigubíl frekar en rútu til að allt gangi nú hratt fyrir sig. Það var einmitt það sem Surya Oruganti gerði nýlega. Þegar hann lenti á Bengaluru alþjóðaflugvellinum á Indlandi dreif hann sig í að panta bíl í gegnum hina umdeildu akstursþjónustu Uber. Síðan beið hann rólegur eftir bílnum en þegar hann renndi í hlað upphófst ævintýri sem hann hafði ekki séð fyrir.

Oruganti áttaði sig fljótlega á að eitthvað var að bílstjóranum. Í fyrsta lagi var þetta ekki bílstjórinn sem Uber appið sagði að ætti að sækja hann og í annan stað var bílstjórinn drukkinn. Oruganti var hálf smeykur vegna þessa og lái honum hver sem vill. Hann lét því bílstjórann stöðva aksturinn og tók sjálfur við akstrinum og ók þá 30 km sem voru heim til hans.

Hann skýrði frá þessu á Twitter og birti jafnframt mynd af sér undir stýri og steinsofandi bílstjóranum í farþegasætinu. Hann birti einnig myndband af bílstjóranum og sagði að hann hefði „verið svo ölvaður að hann vissi ekki að verið var að taka upp“.

20 klukkustundum síðar var hringt í hann frá öryggisteymi Uber og honum sagt að hann „ætti ekki að aka leigubíl af öryggisástæðum“. Í símtalinu var honum einnig lofað að Uber muni „mennta“ bílstjórann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað