fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ferðamennirnir fundnir á Fimmvörðuhálsi – Örmagna og blautir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júní 2018 06:22

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum voru björgunarsveitir á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna ferðamanna sem eru í vandræðum á Fimmvörðuhálsi. Þeir eru orðnir blautir og kaldir en eru í tjaldi. Vitað er hvar fólkið er en slæmt veður er á þessum slóðum, hvasst og mikil þoka.

Björgunarsveitarmenn af Suðurlandi eru lagðir af stað upp á Fimmvörðuháls. RÚV skýrði frá þessu.

Uppfært klukkan 07:45

Björgunarsveitarmenn fundu ferðamennina upp úr klukkan sjö. Fólkið er örmagna, rennandi blautt og hrakið að sögn RÚV. Björgunarsveitarmenn hlúa nú að þeim og bíða eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar komist á staðinn til að sækja fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað