fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Á 210 km hraða – Bifhjólaslys í Geirsgötu – Bílvelta á Reykjanesbraut

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. júní 2018 07:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 20.55 í gærkvöldi mældu lögreglumenn hraða bifhjóls, sem var ekið á Suðurlandsvegi við Lögbergsbrekku, 210 km/klst. Ökumaður viðurkenndi að hafa ekið á 180 km/klst. Hann er einnig grunaður um önnur umferðarlagabrot, t.d. að hafa brotið gegn banni við framúrakstri og að vera með ógreinilegt skráningarmerki á bifhjólinu. Ekki þarf að koma á óvart að hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Um klukkan 22 var bifhjóli ekið gegn rauðu ljósi á gatnamótum Geirsgötu og Tryggvagötu. Ökumaður bifhjólsins er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, að hafa ekið sviptur ökuréttindum og að vera með fíkniefni í fórum sínum. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Að aðhlynningu lokinni var hann vistaður í fangageymslu.

Klukkan 2 í nótt var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut við Kaplakrika. 5 manns voru í bílnum og voru þeir allir farnir af vettvangi þegar lögreglan kom. Lögreglumenn fundu ökumanninn og reyndist hann vera alsgáður.

Klukkan 23.30 í gærkvöldi var akstur ökumanns stöðvaður á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og ofbeldi gegn lögreglumönnum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um ölvun við akstur. Tveir þeirra eru einnig grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og annar þeirra er auk þess grunaður um að hafa verið með fíkniefni í fórum sínum. Þrír þeirra reyndust hafa verið sviptir ökuréttindum og einn þeirra hafði ekki öðlast ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað