fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Rússar hafa bannað Votta Jehóva – Fjöldi meðlima hefur sótt um hæli í Finnlandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 18:30

Vladímír Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld hafa bannað starfsemi Votta Jehóva í landinu og ganga harkalega fram í aðgerðum sínum gegn meðlimum trúfélagsins. Margir hafa verið handteknir og yfirvöld hafa lagt hald á byggingar sem tilheyra söfnuðinum. Sumir safnaðarmeðlimir hafa gripið til þess ráðs að flýja land og fara til Finnlands og sækja um hæli þar.

Í austurhluta Finnlands, í Konnunsuo, eru nú um 100 rússneskir Vottar Jehóvar í flóttamannamiðstöð og bíða eftir að umsóknir þeirra um hæli verði afgreiddar. Fólkið flúði land eftir að trú þeirra var lýst öfgatrú og þeim var hótað fangelsisvist ef þau myndu iðka trú sína.

Það var í apríl á síðasta ári sem Vottar Jehóva voru lýstir öfgatrúarfólk í Rússlandi. Blöð, útgefin af Vottum Jehóva, voru sett á lista yfir efni sem bannað er að birta og byggingar í eigu safnaðarins voru haldlagðar af ríkinu. Vefsíðum safnaðarins hefur verið lokað og margir safnaðarmeðlimir hafa verið handteknir og fangelsaðir.

Í umfjöllun Finnska ríkisútvarpsins um málið er haft eftir Jaroslav Sivolskij, talsmanni Votta Jehóva í Evrópu, að grímuklæddir og vopnaðir liðsmenn öryggislögreglunnar FSB hafi ruðst inn á heimili Votta Jehóva og gert húsleitir. Þeir hafi einnig ruðst inn í hús þegar Vottar hafi safnast saman til bæna.

Um 170.000 Vottar Jehóva eru í Rússlandi og því er söfnuðurinn ekki stór þegar haft er í huga að íbúar landsins eru rúmlega 140 milljónir.

Ekki er ljóst af hverju starf Votta Jehóva hefur verið bannað og einnig er óljós af hverju söfnuðurinn er skilgreindur sem öfgatrúarhópur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað