fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Átta sagðir látnir og tólf slasaðir eftir skotárás í skóla í Texas

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 18. maí 2018 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotárás átti sér stað í morgun í skóla í Santa Fe í Texas í Bandaríkjunum og eru margir sagðir hafa látist. Byssumaðurinn hefur verið handtekinn, að sögn lögreglu.

Í frétt Houston Chronicle er haft eftir lögreglu að „margir hafi látist“ en nákvæm tala virðist ekki liggja fyrir. Þá liggur ekki fyrir fjöldi slasaðra. Nemendur sem stunda nám við skólann eru á aldrinum 12 til 18 ára.

Lögregla sagði að tilkynnt hefði verið um byssumanninn klukkan 08.10 í morgun að staðartíma, eða 13.10 að íslenskum tíma. Maðurinn er sagður hafa gengið inn í skólastofu, skotið unga stúlku og haldið svo skothríðinni áfram meðan aðrir nemendur reyndu að hlaupa undan honum.

Einn lögreglumaður er sagður hafa slasast, en ekki liggur fyrir hvort hann hafi orðið fyrir skoti.

Í frétt breska blaðsins Mirror er byssumaðurinn sagður hafa verið með afsagaða haglabyssu og skammbyssu.

Uppfært klukkan 15.00

NBC Charlotte segir að heimildir innan lögreglunnar hermi að átta nemendur hið minnsta hafi látið lífið.

Uppfært klukkan 15.40 

Lögregla hefur nú staðfest að átta séu látnir og tólf séu slasaðir. Ekki er ljóst hversu margir þeirra eru alvarlega slasaðir eða í lífshættu. Þetta er versta skotárás í Bandaríkjunum síðan í febrúar þegar sautján voru skotnir til bana í skóla í Parkland í Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf