fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

14 ára var hann dæmdur fyrir morð: Grét þegar hann var hreinsaður af öllum ásökunum 27 árum síðar

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar John Bunn var aðeins fjórtán ára breyttist líf hans á einu augabragði þegar hann var handtekinn og ákærður fyrir morð. Bunn, sem var rétt kominn á unglingsaldur þetta örlagaríka ár, 1991, sá fram á að eyða ævinni bak við lás og slá.

Bunn neitaði ávallt sök í málinu sem varðaði morð á manni að nafni Rolando Neischer. Neischer þessi var fangavörður og umrætt kvöld var hann á ferð með félaga sínum, Robert Crosson, þegar þeir voru rændir. Bifreið þeirra var stöðvuð, þeir voru neyddir út úr bílnum áður en þeir voru skotnir. Þjófarnir stálu svo bifreiðinni. Neischer lést í árásinni en Crosson lifði hana af og var eina vitnið sem saksóknarar gátu treyst á. Bunn var handtekinn og félagi hans, lítið eldri unglingur að nafni Rosean Hargrave.

Það var svo árið 2009 að Bunn var veitt reynslulausn og þá hófst hann handa fyrir alvöru að sanna sakleysi sitt. Það bar árangur árið 2016 þegar fangelsisdómurinn var ómerktur. Komst dómari að þeirri niðurstöðu að rannsókn lögreglu hefði verið mjög ábótavant. Louis Scarcella fór fyrir rannsókninni á sínum tíma en eftir að hann lét af störfum kom í ljós að hann hafði beitt mjög vafasömum aðferðum við rannsóknir sakamála á sínum tíma.

Það var svo á þriðjudag að Bunn var hreinsaður af öllum ásökunum. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi var það tilfinningarík stund fyrir Bunn þegar dómari tilkynnti um náðunina. Hann felldi tár og þakkaði dómaranum fyrir skilninginn.

„Mig langar að þakka þér kærlega fyrir, háttvirtur dómari, því í 27 ár hef ég barist fyrir lífi mínu,“ sagði Bunn með tárin streymdu niður kinnarnar. Bunn sneri sér svo að saksóknurum og sagði að í öll þessi 27 ár hefðu þeir haft augun á röngum manni.

Þegar gögn málsins eru skoðuð er í raun ótrúlegt að Bunn hafi verið sakfelldur á sínum tíma. Fingraför sem fundust á vettvangi tilheyrðu ekki Bunn eða félaga hans. Þá sagði Crosson skömmu eftir árásina að árásarmennirnir hefðu verið ljósir á hörund og á þrítugsaldri. Bunn var sem fyrr segir 14 ára gamall og báðir eru Bunn og Hargreave dökkir á hörund.

Nú hefur dómari náðað bæði Bunn og Hargreave, en sá síðarnefndi var í fangelsi í 24 ár fyrir morðið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað