fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Matur

Jói fær kaldar kveðjur í Matartips: „Þú gerðir samning við djöfullinn… til hamingju með það.“

DV Matur
Föstudaginn 30. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og var greint frá fyrr í dag eru fyrirtækin FoodCo og Gleðipinnar að sameinast. FoodCo rekur meðal annars Aktu Taktu, Eldsmiðjuna og Saffran. Gleðipinninn stendur á bak við Hamborgarafabrikkuna, Keiluhöllina, Blackbox og Shake&Pizza.

Samkeppniseftirlitið á eftir að samþykkja samrunann en Jóhannes Ásbjörnsson, eða Jói eins og hann er oftast kallaður, verður einn af aðaleigendum nýja félagsins sem mun heita Gleðipinninn.

„Það eru skemmtilegar tímar framundan. Okkur hefur gengið vel með þá staði sem við höfum opnað, Hamborgarafabrikkuna, Keiluhöllina og Shake&Pizza. Svo erum við nýlega komin inn í rekstur Blackbox pizzastaðanna,” segir Jói í fréttatilkynningu um fyrirhugaðan samruna.

Viðbrögðin við samrunanum hafa verið allt annað en góð á samfélagsmiðlum. Jói deildi sjálfur tilkynningu um samrunann inn í Facebook-hópinn Matartips.

„Kæru Matartipsarar!

Mig langar til að vekja athygli ykkar á fréttinni sem er viðhengd hér að neðan. Óbreyttur hamborgarasali eins og ég ?er í senn spenntur og kvíðinn fyrir þessu stóra og spennandi verkefni þó mig hlakki einnig mikið til að takast á við það. Gleðipinnar sem reka Fabrikkuna, Shake&Pizza, Keiluhöllina og Blackbox eru að sameinast Amuerican Style, Aktu Taktu, Kaffivagninum Rodhouse, Saffran og Eldsmiðjunni og mun sameininginn verða undir nafni Gleðipinna.

Markmið okkar Gleðipinna eru í raun einföld, ástríðufull vöruþróun með áherslu á gæði matar og þjónustu og að veita hverjum og einum veitingastað í fangi Gleðipinna þá ást og umhyggju sem hann, og viðskiptavinir okkar, eiga skilið, þannig að upplifunin af heimsókninni enduspegli þá ást og umhyggju.

Hafandi starfað við rekstur Fabrikkunnar frá upphafi hlakka ég til þess að leggja mitt af mörkum til þess að þessir staðir verði allir frábærir staðir til að borða á og starfa á. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa starfað með okkur, stutt okkur og verslað við okkur síðustu árin og vona að þeir verði okkur áfram samferða niður veginn.

Bestu kveðjur, Jóhannes Ásbjörnsson.“

Jói fékk afar kaldar kveðjur frá almúganum í Matartips. Við tókum saman nokkur ummæli:

„Gangi þér vel. Hingað til hefur foodco eignarhald þýtt ört hrakandi gæði og metnað. Með allir áherslu á hagnað. Bíðum og sjáum.“

„Takk fyrir samveruna og góðan mat. Með foodco í spilunum vitum við öll hver vegur gæðanna er. En menn gera það sem vilja og óska þér áframhaldandi velferðar.“

„Þú gerðir samning við djöfullinn… til hamingju með það.“

„Vonandi hraka þessir staðir ekki hratt og örugglega eins og hinir. Mín reynsla (og margra annarra miðað við ítrekaðar umræður) er að þeir veitingastaðir sem Foodco kemur nálægt hraka hratt og örugglega. Gæðin verða nánast engin, allt snýst um hagnað, á kostnað gæða og upplifunar. Þar sem besta forspáin fyrir það sem koma skal er fyrri saga/reynsla – þá eru meiri líkur en minni að það fari eins fyrir þessum stöðum. Sem er virkilega sorglegt. Shake&Pizza er einn af mínum allra uppáhalds og það er leitt að hugsa til þess að hann muni tapa gæðum sínum.“

„NEI!!!!!“

„Þetta er mjög mjög slæm þróun á svona litlum markaði í svona litlu landi! Ímyndiði ykkur ef svona stór prósenta veitingastaða væri í eign sama aðila í Bretlandi eða Bandaríkjunum.. hvernig í ósköpunum á að halda hjarta og ástríðu á stöðum í svona eignarhaldi?? Þegar skalinn er orðin svona snýst reksturinn eingöngu um að ná hagnaði fyrir alla hluthafana.. hverju kemur það niðrá öðrum en neytendum, undirborguðu starfsfólki og gæðum matarinns?? Við sjáum hvað gerðist fyrir alla staðina hjá foodco.. Nú leitar maður uppi staði sem gera hlutina vel. Og gefur risanum frí framvegis. Þetta er bara komið gott. Það er algjör viðbjóður að þurfa horfa á allt sama hvað það er safnast á fáar hendur sem hugsa ekki um neitt annað en GRÓÐA!“

Það er rætt um samrunnann í annarri færslu í Matartips og þar hefur fólk einnig mjög neikvæða hluti að segja um fyrirhugaðan samruna.

„Úff.. FoodCo er þar sem veitingarstaðir fara á til að deyja.“

„Það hafa margir staðir hrakað mikið í gæðum eftir sameiningu við foodco.“

„Glaaaaaaatað – allir staðir sem Foodco tekur við verða hræðilegir.“

„Veit ekki hvort ég er reið eða leið.“

„skondið (?) að Jói segir að það eigi að nýta mismunandi hæfileika hvors fyrirtækis fyrir sig (Gleðipinna og FoodCo) og nefnir að Gleðipinnar séu sterkir í markaðsmálum. Er hann í alvöru að halda því fram að FoodCo séu sterkir þegar kemur að því að búa til matinn og það verði þeirra hlutverk?? því eins og ein sagði hér fyrir ofan „FoodCo er þar sem veitingastaðir fara á til að deyja..““

„Sorglegt. Hvernig er það – meiga veitingarstaðir í Rvk ekki blómstra án þess að foodco kaupi reksturinn!?“

„Ætli samkeppniseftirlitið hafi bara í alvöru ekkert að segja um þetta? Sami eigandi að 5-6% af heildarmarkaðnum? Þvílík bilun!“

Eins og fyrr segir er samkeppniseftirlitið ekki búið að samþykkja samrunann. Fjölmargir sögðust ætla að sniðganga Blackbox, Shake&Pizza og Hamborgarafabrikkuna ef staðirnir færu undir sama hatt og FoodCo.

Hvað segja lesendur um samrunann?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst

Jillian Michaels gefur ráð til að vinna gegn hungri og matarlyst
Matur
Fyrir 2 vikum

Besta brokkolísalat í heimi

Besta brokkolísalat í heimi
FókusMatur
Fyrir 2 vikum

Kolagrillað lamb og fyllt naanbrauð að hætti Þóru

Kolagrillað lamb og fyllt naanbrauð að hætti Þóru
Matur
Fyrir 2 vikum

Auglýsing fyrir djús svo dónaleg að hún má aðeins vera sýnd eftir klukkan níu

Auglýsing fyrir djús svo dónaleg að hún má aðeins vera sýnd eftir klukkan níu
FókusMatur
Fyrir 4 vikum

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum

Súrdeigsæði landsmanna nær nýjum hæðum með þessum brauðum
Matur
26.04.2020

Klassísk marengsterta klikkar aldrei

Klassísk marengsterta klikkar aldrei
Matur
25.04.2020

Vanillubollakökur með hindberjakremi úr rjómaosti

Vanillubollakökur með hindberjakremi úr rjómaosti