fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Hafþór Júlíus borðar á tveggja tíma fresti: „Við þurfum vörubíl þegar við verslum í matinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. apríl 2019 18:30

Hafþór á rauða dreglinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta, og jafnframt síðasta, serían af Game of Thrones var frumsýnd í New York í gær, en meðal gesta var íslenski kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Fjallið í Game of Thrones. Blaðamaður Page Six náði í skottið á Hafþóri í eftirpartíinu og spurði hann meðal annars um matarvenjur sínar.

„Ég get lyft 450 kílóum og ég borða tíu þúsund kaloríur á dag. Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti,“ segir Hafþór í samtali við blaðamann og eiginkona hans, Kelsey Henson skerst í leikinn.

„Hann borðar mikið. Við þurfum vörubíl þegar við verslum í matinn. En það er allt í lagi – hann getur dregið vörubíl með berum höndum.“

Hafþór og Kelsey.

Í viðtalinu segist Hafþór jafnframt vera að undirbúa sig fyrir kraftakeppni í Englandi og hafi því ekki tíma fyrir leiklistarhlutverk, þó mörg slík berist honum reglulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“