fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Matur

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. mars 2025 16:30

Elenora Rós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elenora Rós Georgesdóttir bakari er svefnlaus og orðlaus af þakklæti eftir helgina. 

Á sunnudag hélt hún bollu pop-up í Höfuðstöðinni í Reykjavík.

„Bolludagurinn er þjóðhátíðardagur allra bakara og fyrir ofpeppara eins og mig þá er dagurinn haldin mjög hátíðlega enda uppáhalds dagurinn minn á árinu!“ sagði Elenora Rós í viðburðinum.

Í fyrra seldist allt upp á klukkutíma og sagðist hún því hafa tvöfaldað magnið af bollum í ár en benti einnig á að hún stæði ein að þessu öllu og vildi halda gæðum fram yfir magn. Sagðist hún spennt og stressuð og hafa lagt sig alla fram í vöruþróun, hugmyndavinnu og skipulagningu. 

Í dag á bolludaginn sjálfan er Elenora Rós orðlaus yfir viðtökunum, þrefalt meira magn en í fyrra, en líkt og þá var allt uppselt á klukkutíma. 

„Uppselt. Ég á eiginlega ekki orð. Hvar byrja ég? Í fyrsta og allra fremsta lagi, TAKK. Þrefalt meira magn en í fyrra, mörg HUNDRUÐ bollur og það seldist upp á KLUKKUTÍMA. Þrefalt meira magn en samt sem áður uppselt ennþá fyrr en í fyrra. Ég trúi þessu bara ekki ennþá. Takk þið ÖLL fyrir að koma, styðja mig, bíða þolinmóð og vera skilningsrík. Ég get ekki sagt ykkur nógu mikið hvað ég er þakklát.“

Mynd: Facebook/Elenora Rós
Mynd: Facebook/Elenora Rós
Mynd: Facebook/Elenora Rós
Mynd: Facebook/Elenora Rós

Í færslu á Facebook þakkar hún vinkonum sínum fyrir þrotlausa þolinmæði undanfarnar vikur, fyrir að smakka allt fyrir sig, hlusta á vangaveltur og velja fyrirsig bollurnar og stærstu ástarþakkirnar sendir hún fjölskyldu sinni sem stökk inn og stóð vaktina með henni í gær.

Mynd: Facebook/Elenora Rós

„Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona. Eitt sinn var bara lítil stelpa sem ætlaði sér að verða bakari þegar hún yrði stór og sama stelpa seldi upp hundruðir bolla í dag. Síðasta árið hef ég lagt þrotlaust á mig í að bæta mig, sækja mér reynslu, koma mér á hærra plan og elta draumana mína og í dag sá ég það skila sér margfalt. Þetta var nú heldur betur dagur fyrir sögubækurnar. Ég er algjörlega ósofin og ætla að fara að hvíla mig, ég er uppfull af allskonar stórkostlegum tilfinningum og hlakka til að sýna ykkur meira frá deginum á næstu dögum en þangað til þá. TAKK TAKK TAKK.“

Mynd: Facebook/Elenora Rós
Mynd: Facebook/Elenora Rós
Mynd: Facebook/Elenora Rós

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði