Hér höfum við alveg hreint ótrúlega góðan og hollan rétt sem hentar vel í helgarbrunchinn eða í kvöldmatinn þegar þú nennir ekki að elda. Einfalt, hollt og gott! Uppskrift Helga Magga fyrir Gott í matinn.
Innihald
1 skammtur
- 1 stk. ostakubbur frá Gott í matinn
- 10 egg
- salt og pipar
- basilíka, fersk eða þurrkuð
- súrdeigsbrauð eða annað gott brauð
- fersk bailíka, steinselja eða dill sem skraut, má sleppa
Aðferð
- Leggið ostakubbinn í miðjuna á eldföstu móti og brjótið eggin í kringum ostinn.
- Kryddið með salti og pipar og fleiri kryddum ef þið viljið.
- Hitið í ofni við 200° í um 10-12 mínútur.
- Takið úr ofninum og blandið ostinum og eggjum saman með gaffli.
- Smyrjið ofan á ristað súrdeigsbrauð, hrökkbrauð eða annað gott brauð.
- Það er gott að eggin séu ekki alveg full elduð, eldunartíminn gæti verið misjafn milli ofna 8-10 mínútur gætu dugað.
- Ef eggin full eldast í ofninum er erfiðara að blanda þeim við ostinn en þá má einnig bæta örlítið af ab mjólk út í til að eggin blandist betur við ostakubbinn.