Hlaupadrottningin og förðunarfræðingurinn Rakel María Hjaltadóttir er kolfallin fyrir nýjum rjómaosti frá MS með hvítu súkkulaði.
Fyrr í dag deildi hún með fylgjendum sínum á Instagram uppskrift að hollustudesssert.
„Okei þetta er algjör SNILLD! Hollustu epla, hafra, kanil rjómaostagott sem ég mæli svo sannarlega með að þið prófið! Ótrúlega einfalt og sjúklega gott! Hollustu desert eða bara ef þig langar í hollt og gott gúrm.“
Rakel María byrjar á að skera niður 2 epli auk þess að saxa niður slatta af pekanhnetum.
Þetta setur hún síðan í eldfast mót. Bætir við 1 dl af höfrum, 1 dl af döðlum, 2 matskeiðum af kanil og dreifir síðan Sykrin sykurlausu sírópi yfir. Síðan fer mótið í ofninn í 30 mínútur. Síðan dreifir hún rjómaostinum yfir.
„Ilmurinn, OMG! Þá er dýrðin komin í skál, ég er svo spennt að smakka þetta, þetta er snilld. Vá hvað þetta er gott.“
View this post on Instagram