fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Óska eftir frumkvöðlum í íslenskri matvælaframleiðslu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2023 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagar hafa opnað fyrir umsóknir í nýsköpunarsjóðinn Uppsprettan. Þetta er í þriðja sinn sem Uppsprettan auglýsir úthlutun og eru um 20 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum í ár. Umsóknarfrestur er til og með 27. september. Hlutverk sjóðsins er að virkja og styðja við frumkvöðla til nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu og sérstakt tillit er tekið til sjálfbærni verkefna sem styðja við þróun, minnkun matarsóunar og hagræðingu í íslenskri matvælaframleiðslu. Kemur þetta fram í tilkynningu.

Verkefnin sem hafa áður hlotið styrk frá Uppsprettunni eru einkar fjölbreytt. Má þar nefna, Mijita, sem framleiðir vörur innblásnar af kólumbískri matargerð og Vegangerðina sem framleiðir meðal annars vegan tempeh sem náði fljótt fótfestu á íslenskum matvælamarkaði. Öll verkefnin eiga það sameiginlegt að kolefnisfótspori þeirra er haldið í lágmarki.

„Það er ánægjulegt hvað áhuginn á Uppsprettunni hefur verið mikill frá byrjun, sem sýnir okkur að gróska í nýsköpun og þróun vöru fyrir dagvörumarkað er mikil. Okkur hjá Högum finnst mikið varið í að fá að styðja hugmyndaríka frumkvöðla og búa til skilvirkan farveg til að koma skemmtilegum nýjungum í hillur verslana þar sem viðskiptavinir fá að njóta þeirra.  Á síðustu tveimur árum hafa okkur borist tugir umsókna og samtals hafa 23 verkefni verið styrkt um tæpar 30 m.kr. Meira en helmingur þessara verkefna hefur nú þegar skilað vörum í verslanir og von er á fleirum núna á haustmánuðum. Eins og fyrr, þá leitumst við við að styðja verkefni sem hafa jákvæð samfélagsleg áhrif og stuðla að minna umhverfisspori í framleiðslu og dreifingu. Vonandi sækja sem flestir um og stuðla þannig að aukinni fjölbreytni í dagvöruverslun og jákvæðum áhrifum á samfélag okkar og umhverfi,“ segir Finnur Oddssonframkvæmdastjóri Haga.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun