fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. maí 2025 17:00

Grindvíkingar fagna. Skjáskot: Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni fór fram samráðs- og upplýsingafundur í Grindavík þar sem rætt var um öryggi Grindavíkurvallar og hvernig tryggja megi öryggi gesta, starfsfólks og keppenda á svæðinu. Fundinn sátu m.a. fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, ÍTF, slökkviliðs og lögreglu, öryggisstjóri vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðingar frá EFLU og ÍSOR.

Á fundinum voru lögð fram nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga fyrir keppnis- og æfingasvæðið í Grindavík. Gögnin sýna að ekkert bendir til hættu á yfirborði vallarins. Jarðfræðingar sem metið hafa svæðið staðfesta að berggrunnur á svæðinu sé stöðugur, og gripið hafi verið til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgast íþróttasvæðið.

Við stöðuskoðun á mannvirkjum Grindavíkurvallar þann 30. apríl voru engar skemmdir sjáanlegar og ekki voru merki um hreyfingar. Öll mannvirki eru talin örugg til notkunar. Þetta á við um búningsklefa, áhorfendastúku og knattspyrnuvöllinn sjálfan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“