fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Gómsætt japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

DV Matur
Miðvikudaginn 6. september 2023 08:49

Mynd; Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgáfa af þessu japanska kjúklingasalati er í vopnabúri margra heimila og nýtur ávallt vinsælda. Mismunandi útgáfur eru til og eflaust einhverjir sem að reka augun í hráefni sem þeir eru ekki vanir nú eða vantar. En það sem máli skiptir er að þetta salat er gjörsamlega ljúffengt og slær alltaf í gegn.

Hráefni

Kjúklingur

  • 700 g Kjúklingurbringur
  • 2 dl Sweet chili sósa
  • 120 ml Ólífuolía
  • 60 ml Balsamik edik
  • 2 msk Sykur
  • 2 msk Sojasósa
  • 85 g Instant núðlur
  • 90 g Möndluflögur
  • 2 msk Sesamfræ

Salatið

  • 1 poki Salat
  • 200 g Kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1 mangó, skorið í teninga
  • 0.5 Rauðlaukur, skorinn í sneiðar

Leiðbeiningar

  1. Skerið kjúklinginn í litla bita eða strimla. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Hellið vökva sem kemur frá kjúklinginum ef einhver er.
  2. Þegar kjúklingurinn er næstum tilbúinn bætið þá sweet chilí sósu saman við og látið malla í 3-5 mínútur.
  3. Gerið þá sósuna með því að sjóða öll hráefnin saman í um 1-2 mínútur. Kælið og hrærið stanslaust í sósunni meðan hún kólnar.
  4. Myljið núðlurnar og ristið á pönnu. Bætið möndluflögum og sesamfræjum og ristið saman í 1 mínútu.
  5. Setjið salatið í skál ásamt mangó, tómötum rauðlauk. Hellið sósunni saman við og smá af núðlublöndunni og blandið vel saman.
  6. Setjið kjúklingabitana yfir salatið og stráið afganginum af möndlukurlinu yfir allt

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun