fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Ostakaka með trönuberjasósu að hætti Unu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 24. september 2023 10:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bragðgóður eftirréttur sem einnig er einfaldur í framkvæmd, rauða sósan gerir hann svo extra góðann. Miðast við 5-6 skálar.

Hráefni

  • 200 grömm súkkulaðikex
  • 500 ml þeyttur rjómi
  • 400 ml rjómaostur
  • 100 grömm flórsykur
  • 1 tsk kanill
  • 1 msk vanilludropar
  • 70-80 grömm trönuber
  • 1 dl appelsínusafi
  • 2 msk Sykur

Leiðbeiningar

Innihald

  • 200 gr Mc´vitis kex með súkkulaði
  • 500 ml rjómi
  • 400 ml rjómaostur
  • 100 gr flórsykur
  • 1 tsk kanill
  • 1 msk vanilludropar
  • 70-80 gr trönuber (helst fersk) ef ekki þá þurrkuð í poka eða trönuberjasultu
  • 1 dl appelsínusafi
  • 2 msk sykur

Aðferð

  1. Byrjið á myla kex í skálar
  2. Þeytið rjómann
  3. Bætið mjúkum rjómaostnum saman við ásamt flórsykri og vanilluddropum og blandið vel saman
  4. Leggið rjómablönduna yfir kexmulninginn
  5. Sjóðið saman í potti við vægan hita trönuber, appelsínusafa, kanil og sykur. Passið að hræra vel í sósunni.
  6. Þegar sósan er farin að þykkna er slökkt undir hitanum
  7. Sigtið sósuna, þannig að engir kekkir verði eftir, hellið sósunni svo yfir rjómaostablönduna.
  8. Geymist í kæli í 2-3 klst áður en borið fram.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun