fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Íslendingar markaðssetja danska síld í Evrópu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. maí 2023 14:56

Valgeir Magnússon, stjórnarformaður, Pipar\TBWA, og Jacob Petersen, svæðisstjóri The Engine Nordic í Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku markaðstæknifyrirtækin The Engine Nordic og Ghostlamp, sem bæði eru dótturfyrirtæki Pipar\TBWA, eru nú að vinna að markaðssetningu á Norður Atlantshafssíld fyrir Samtök matvælaframleiðenda í Danmörku ásamt TBWA\Connected í Kaupmannahöfn.,,Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni og er í gangi á mörgum mörkuðum meðal annars í Þýskalandi, Hollandi, Póllandi og Svíþjóð. Það er mjög mismunandi hvernig síld er borðuð á milli landa svo það er búið að búa til mismunadi lendingasíður fyrir hvern markað með uppskriftum. Til viðbótar fengum við fjölda áhrifavalda til að búa til uppskriftir í sínu heimalandi og stutta matreiðsluþætti. Það sem kom mér mest á óvart er hvernig Þjóðverjar hantera síldina. Þar er ein vinsælasta uppskriftin að steikja hana með beini og setja hana svo í lög og borða heila með kartöflum. Fyrir til dæmis Svía væru þetta helgispjöll sem borða hana á svipaðan hátt og við, flakaða og setta í lög,segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður, Pipar\TBWA í fréttatilkynningu.

Hér er dæmi um hvernig síld er hanteruð í Þýskalandi.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by @julchen__kocht

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun