fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Freyja innkallar páskaegg

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. mars 2023 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja hefur hafið innköllun á Freyju páskaeggjum nr.6 úr dökku súkkulaði.

Í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, hefur Freyja stöðvað sölu og hafið innköllun á Dökk Sælkera páskaegg nr.6 vegna þess að innihald vörunnar er ekki í samræmi við merkingar. Varan er ekki hættuleg til neyslu en fyrir mistök innihélt sælgætisblandan inni í egginu eina tegund hlaups sem inniheldur litarefnin karmín, lútín og Brilliant blue FCF, auk gelatíns. Gelatín og karmín eru dýraafurðir og er varan því ekki vegan eins og lofað er á umbúðum.

Neytendur sem keypt hafa vöruna, geta skilað í þá verslun sem varan var keypt. Varan er ekki talin skaðleg neytendum og aðeins þessi eina tegund sælgætis inni í henni sem er ekki vegan.

Vörumynd af þeirri tegund hlaups í egginu sem er ekki vegan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun