fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Ólýsanlega gott súkkulaðibananabrauð

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2023 11:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi uppskrift er tileinkuð öllum vel þroskuðu bönununum sem bíða óþreyjufullir eftir því að breytast í gott bananabrauð. Ekki láta þá bíða lengur.

Hráefni

  • 170 g Hveiti
  • 25 g Kakó
  • 1 tsk Matarsódi
  • 115 g Smjör, við stofuhita
  • 200 g Sykur
  • 2 stk Egg
  • 3 stk Bananar, stappaðir
  • 120 g Sýrður rjómi
  • 1 tsk Vanilludropar
  • 100 g Súkkulaðidropar
  • 1 stk Salt

Leiðbeiningar

  1. Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá eggjum saman við, einu í einu.
  2. Blandið þurrefnum saman í skál og bætið svo saman við eggjablönduna. Þeytið rólega saman þar til deigið hefur rétt svo blandast saman (ekki ofþeyta).
  3. Bætið bönunum, sýrðum rjóma og vanilludropum saman við.
  4. Endið á að láta súkkulaðidropana varlega saman við með sleif.
  5. Látið deigið í smurt brauðform og bakið í 170°c heitum ofni í að minnsta kosti eina klukkustund. Stingið prjóni í brauðið til að kanna hvort það er bakað í gegn.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun