fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2023 15:00

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður.

Hráefni

Innihaldslýsing

  • 250 g Pastaskrúfur
  • 600 g Kjúklingabringur
  • 0.5 krukka karrí þykkni
  • 1 Rauð paprika í bitum
  • 25 Græn vínber, skorin í tvennt
  • 1 dl Ristaðar kasjúhnetur
  • 1 dl Bláber
  • 1 grænt epli, afhýtt og skorið í bita

Mangó chutney dressing

  • 200 g Oatly hafra sýrður rjómi
  • 2 msk Mango chutney

Leiðbeiningar

  1. Byrjið á því að sjóða pastað samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Skerið kjúklinginn í bita. Hitið 1 tsk af kókosolíu á pönnu og brúnið kjúklinginn. Bætið 1/2 krukku af Red curry paste út á og steikið áfram í nokkrar mínútur. Slökkvið undir og kælið að mestu.
  3. Skerið grænmeti og ber, ristið hnetur.
  4. Hrærið saman innihaldinu í sósuna og setijð til hliðar.
  5. Setjið salatið saman. Í stóra skál setti ég pastað fyrst, svo kjúkling, því næst papriku og ber og toppað með hnetunum. Sósuna má hafa til hliðar og hver og einn ræður magni.

Mango chutney dressing

Setjið hafrajógúrt í skál og hrærið þar til kekkjalaust. Bætið við mango chutney og hrærið saman. Geymið í kæli.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun