fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Kjúklingalasagna með tómatrjómasósu og spínati

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. september 2023 14:37

Mynd; Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómótstæðilegt kjúklingalasagna með tómatrjómasósu og spínati. Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni nema olíu, salt og pipar.

Hráefni

  • 500 g kjúklingabringur
  • 1 stk laukur
  • 3 stk hvítlauksrif
  • 1 tsk chiliflögur
  • 1 tsk paprikukrydd
  • 0.5 tsk karrý
  • 1 teningur af kjúklingakraft
  • 500 ml rjómi
  • 400 g pastasósa
  • 12 lasagna plötur
  • 80 g spínat
  • 1 stór kúla af mozzarella
  • 1 dl vatn

Aðferð

  1. Hitið olíu á pönnu.
  2. Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið.
  3. Skerið kjúkling í bita og setjið saman við. Brúnið kjúklinginn.
  4. Bætið kryddum saman við og blandið öllu vel saman.
  5. Látið pastasósu, kjúklingatening, vatn og rjóma saman við allt.
  6. Látið malla í 5-10 mínútur við lágan hita.
  7. Bætið spínati saman við og smakkið til með salti og pipar.
  8. Penslið botninn á ofnföstu móti með olíu.
  9. Látið smá af sósunni (bara sósu ekki kjöt) í botninn á sósunni. Leggið pastaplötur yfir.
  10. Látið þá kjötsósuna yfir plöturnar og plötur yfir það og svo koll af kolli.
  11. Látið í 200°c heitan ofn í 25 mínútur.
  12. Takið þá úr ofni og látið mozzarella yfir allt. Látið í ofn í 10 mínútur.

Fljótlegt að elda, ljúffengt að borða, hvað er betra í upphafi vikunnar? Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“