fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Rekstur The Deli settur á sölu

DV Matur
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 17:31

Skjáskot: Fasteignavefur mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstur veitingahússins The Deli, sem staðsett er á Bankastræti 14,  er til sölu. Reksturinn er í leiguhúsnæði og myndi kaupandi að rekstrinum yfirtaka leigusamning um húsnæðið.

Veitingahúsið er auglýst til sölu á fasteignavef Mbl.is en í lýsingunni segir að um sé að ræða lítinn sælkerastað sem sé þekktur fyrir vandaða og gæðamikla ítalska matargerð.

Húsnæðið sem hýsir staðinn er 61,5 fermetrar og skiptist það í sal og vinnusvæði. Í salnum eru borð sem föst eru við vegg en þar geta viðskiptavinir setið, innfelld lýsing er í loftum og gólfsíðir gluggar. Aftan við afgreiðslusborðið sem skilur að salinn og vinnusvæðið er að finna ýmis tæki og tól sem fylgja með rekstrinum. Í aftara hluta húsnæðisins er flísalagt salerni með glugga auk geymslu.

„Hér er tækifæri að eignast þekkt og rótgróið veitingahús á besta stað í borginni,“ segir í lýsingunni á rekstrinum. „Fjöldi fastakúnna sækja staðinn, menntaskólanemar, stórir vinnustaðir eru í göngufæri og einnig á gríðarlegur fjöldi ferðamanna leið framhjá staðnum á leið sinni upp á Skólavörðuholtið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“