fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Matur

Silli Kokkur hlaut silfrið í Evrópu­keppni götu­bita

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 10. október 2022 09:35

Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina í Þýskalandi. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarvagninn Silli Kokkur lenti í öðru sæti í stærstu götubitakeppni Evrópu, European Street Food Awards þar sem Silli fékk um leið verðlaun fyrir besta borgarann á hátíðinni. Eins og fram kemur á vef Fréttablaðsins tóku alls sextán götubitastaðir þátt að þessu sinni og kom heildarsigurvegarinn frá Skotlandi. Keppnin fór fram í Þýskalandi.

Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn.

„Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ sagði Silli.

Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður.

Fulltrúi Íslands í keppninni, Silli Kokkur var í öðru sæti hjá dómnefnd sem og hjá gestum hátíðarinnar ásamt því að fá verðlaun fyrir að vera með besta borgarann.

Silli kokkur var valinn Besti götubiti ársins á síðasta ári á Götubitahátíðinni á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni

Falleg og djúsí bollakökujólatré í aðventunni
Matur
Fyrir 1 viku

Rekstur The Deli settur á sölu

Rekstur The Deli settur á sölu
Matur
Fyrir 2 vikum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum

Vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt notendum Tripadvisor – Arabískur skyndibiti á toppnum
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil
Matur
Fyrir 3 vikum

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
Matur
Fyrir 4 vikum

Gói elskar útieldhúsið sitt og spasvæðið

Gói elskar útieldhúsið sitt og spasvæðið
Matur
07.11.2022

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon

Þrír nýir staðir opna hjá Lemon