fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Matur

Hollar og góðar veitingar á skrifstofum á ný

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 20:43

Lemon samlokurnar og djúsarnir hafa notið mikilla vinsælda hjá fyrirtækjum gegnum tíðina. MYNDIR AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækin landsins eru mörg hver að komast aftur í eðlilegra horf eftir að sóttvarnar aðgerðum hefur verið létt. Veisluþjónusta Lemon merkir mikla aukningu síðustu viku í þjónustu við fyrirtæki.

„Veislubakkar okkar henta vel fyrir stór og smá fyrirtæki og hafa alltaf verið vinsælir hjá fyrirtækjum. Mörg fyrirtæki eru að panta hjá okkur veitingar í hádeginu og svo einnig fyrir fundi og viðburði.  Það er mjög mismunandi hvort að fólk velji sjálft hvaða samlokur og djúsa það vill fá sent eða hreinlega bara leyfir okkur að velja.  Það varð töluverður samdráttur í fyrirtækjaþjónustunni í síðustu Covid bylgju en nú sjáum við mikla aukningu á ný enda samfélagið hægt og rólega að færast í eðlilegra horf,“ segir Unnur Guðríður Indriðadóttir markaðsstjóri Lemon.

Unnur Guðríður segir sóttvarnir vera ofarlega í hugum viðskiptavina. „Þó svo að fólk sé greinilega að mæta aftur til starfa og eru að njóta veitinga saman í fyrirtækjunum finnum við vel fyrir því að fyrirtækja leggja mikla áherslu á sóttvarnir. Við bjóðum til að mynda upp á allar okkar samlokur í umbúðum og allir djúsar eru í sérstöku glasi. Því þurfa einstaklingar aldrei að deila áhöldum eða nota sameiginlega snertifleti. Þetta vekur mikla lukku hjá okkar viðskiptavinum,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival