fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Sex staðir á Tenerife í eigu Íslendinga – Þetta er sá nýjasti

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. janúar 2022 13:41

Myndir: Facebook/Smoke Bros

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar flykkjast til Tenerife sem aldrei fyrr og ekki að furða. Fólk er þyrst í ferðalög og veðrið hér heima ekki upp á sitt besta. Vinsældir eyjunnar eru slíkar að það er nánast bókað að hitta þar annan Íslending. Ekki nóg með það heldur er líka spennandi að fara á veitinga- eða skemmtistaði sem Íslendingar reka á Tenerife. Allir þessir staðir eru á ferðamannasvæðinu á suðurhluta eyjunnar.

Snæfríður Ingadóttir á Tenerife. Aðsend mynd.

Snæfríður Ingadóttir er einn helsti sérfræðingur okkar Íslendinga þegar kemur að Tenerife. Snæfríði þekkja margir vegna starfa hennar við fjölmiðla en hún er mikil ævintýrakona, hefur lengi stundað íbúðaskipti og lét drauminn rætast fyrir örfáum árum þegar hún flutti tímabundið með alla fjölskylduna til Tenerife.

Snæfríður hefur til að mynda gefið út sérstaka bók þar sem ferðalangar fá upplýsingar um hvað er sniðugt og skemmtilegt að gera á Tenerife en hún hefur einnig gefið út bókina Nýtt líf í nýju landi þar sem er að finna ýmsar upplýsingar er tengjast búferlaflutningum til Tenerife og Spánar í heild sinni.

Hún heldur úti vefsíðunni Lífið er ferðalag og í dag deilir hún þar upplýsingum um þá skemmti- og veitingastaði sem Íslendingar reka á Tenerife, en einn þeirra er nýopnaður.

Nýjasti staðurinn heitir Smoke bro´s og er veitingastaður sem býður upp á mat sem er langeldaður í reykofni. Níels Hafsteinsson, sem á staðinn ásamt Magnúsi Árna Gunnarssyni, segja í samtali við Snæfríði að þetta sé svokallað „smokehouse“ og að sjálfsögðu sé hægt að fá matseðilinn á íslensku.

Þeir Níels og Magnús reka tvo aðra staði á Tenerife,  sportbarinn St. Eugens og barinn Mister Sister Showbar sem er kenndur við breska daglistamanninn Mister Sister sem skemmtir þar öll kvöld.

Hinir staðirnir eru:

Nostalgía sem er elsti barinn á Tenerife sem er í eigu Íslendinga. Þar er haldið í íslenskar hefðir og meðal annars hægt að fá hangikjöt á jólunum.

Bambú bar & bistro er við Pinta ströndina og þar er boðið upp á einfalda og holla rétti, og alls konar kokteila.

Backyard lounge opnaði í október 2021, en þar er hægt að fá kaffi og croissant, heilsusamlega rétti yfir daginn og svo kokteila á kvöldin.

Snæfríður fjallar um alla þessa staði í sér færslu sem má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum