fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Matur

Vinsæll íþróttadrykkur víða ófáanlegur í íslenskum verslunum

Erla Hlynsdóttir
Miðvikudaginn 9. júní 2021 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur íþróttadrykkjarins Gatorade hafa víða gripið í tómt að undanförnu þegar þeir hafa ætlað að kaupa drykkinn í matvöruverslunum og kurr skapast vegna þessa á samfélagsmiðlum.

„Það er von á nýrri sendingu í vikunni sem fer í að fylla á þær hillur sem nú eru tómar en í næstu viku kemur stór sending til landsins og hún ætti að tryggja nægt vöruframboð,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar sem flytur inn Gatorade.

Sigurður segir sölu á Gatorade hafa aukist á síðustu vikum og mánuðum, umfram það sem spár gerðu ráð fyrir, og því hafi drykkurinn selst upp víða.

„Sennilegasta skýringin er vaxandi áhugi Íslendinga á útiveru og annarri hreyfingu en Gatorade er afar vinsælt í göngur, hlaup, hjólreiðar og svo má náttúrulega ekki gleyma þeim tugþúsundum sem hafa haldið á gosstöðvarnar með Gatorade í bakpokanum,“ segir hann.

Aðspurður segir hann bláan Gatorade vera vinsælustu tegundina, en það er Gatorade með hindberjabragði. „Blár hefur verið vinsælastur um langa hríð,“  segir hann og veit ekki betur en að sá blái tróni víðast hvar annars staðar á topppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi
Matur
20.03.2021

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir
Matur
20.03.2021

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi