Kremuð rjúpusúpa að hætti Sigga Laufdal og Sturlu Birgis

Rjúpusoð

6 rjúpubein, brúnuð í potti

4 l vatn

3 rósmaríngreinar

1 stk. lárviðarlauf

10 stk. svört piparkorn

5 stk. einiber, mulin

Soðið við vægan hita í þrjár klukkustundir. Síðan sigtað í annan pott.

Soðið niður í ca. 1,5 til 2 lítra.

Súpa

500 ml Madeira

1,5 l rjómi

180 g 36% sýrður rjómi

250 g smjör

2 msk. kóngasveppakraftur/villisveppakraftur

1 msk. andakraftur

8 stk. svört piparkorn

4 stk. einiber, mulin

Madeira soðið niður um helming, soð og rjóma bætt við og soðið niður um 1/3 ásamt krafti, einiberjum og piparkornum.

Hrá rjúpulifur og -hjörtu maukuð. Þetta er sett út í þegar súpan er næstum því tilbúin, sigtað. Smjöri og sýrðum rjóma bætt við með töfrasprota og smakkað til með salti, þykkt ef þess þarf.

Hreindýratatakispjót, granatepli, sesamfræ, kryddjurtir og stökk svartrót

Hreindýraspjót

Hreindýravöðvi

Brúnið vöðvann á háum hita í pönnu með olíu, kjötið á að vera hrátt en vel brúnað.

Tataki-marinering

6 msk. soja

2 msk. hunang

4 msk. hrísgrjónavín eða sérrí

2 stk. vorlaukur, fínt skorinn

1 stk. hvítlauksgeiri, fínt saxaður

Svartur pipar, mulinn

Smá engifer, fínt saxað

Öllu hrært saman og hreindýr marinerað yfir nótt, þunnt skorið og sett á spjót.

Stökk svartrót

1 stk. svartrót/smælki kartöflur ef svartrót er ekki til

Skrælið svartrót (þarf ekki að skræla smælki) þunnsneiðið á mandólíni og djúpsteikið við 150 til 160°C, þangað til orðið gullinbrúnt.

Þerrið á pappír og stráið salti yfir. Sett saman.

Sesam-majónes sett yfir hreindýraspjót, ásamt granateplum, sesamfræjum, stökkri svartrót og kryddjurtum að eigin vali.

Sesam- og engifermajónes

Majónes

Soja

Sesamolía

Engifer

Salt eftir smekk

Skrælið engifer og rífið í rifjárni, smakkað til í majónes ásamt soja, sesamolíu og salti.