fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Matur

Súkkulaðibollakökur með kampavínskremi til að loka jólunum

Una í eldhúsinu
Laugardaginn 9. janúar 2021 12:32

Bollakökur með kampavínskremi Mynd:Una

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Senn líður að áramótum og þegar ég  fór  að  hugsa  um  hátíðlegan  eftirrétt sem tekur ekki of langan tíma,  datt  mér  í  hug  einfaldar,  góðar  bollakökur  sem  ekki  ætti  að  vera  erfitt  að  leika  eftir.  Til  þess að gera þær aðeins öðruvísi en  vanalega  ákvað  ég  að  setja  smá kampavín saman við smjör-kremið.  Á  toppinn  setti  ég  svo  fallegar lakkrís konfektkúlur frá HR konfekti, en það kæmi einnig vel út að setja smá matar-glimmer eða annað skraut,“ segir Una Guðmundsdóttir matgæðingur DV.

Bollakökur

260 g hveiti
180 g sykur
6 msk. bökunarkakó
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
3 egg
2 tsk. vanilludropar
160 ml olía
200 ml kalt vatn

Byrjið á að stilla ofninn á 180 gráður.

Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.
Sigtið saman við blönduna kakó og flórsykur.
Blandið næst öllum hinum hráefnunum saman við og hrærið vel.

Setjið um 2 msk. í hvert form.

Bakið í um 16-18 mínútur.

Takið kökurnar út og leyfið þeim að kólna áður en kremið er sett á þær.

Vanillukrem með kampavínsbragði

500 g smjör (mjúkt)
500 g flórsykur2 tsk. vanilludropar
1 dl kampavín eða freyðvín

Hrærið saman smjör og flórsykur.
Bætið vanilludropum saman við. Bætið freyðivíninu saman við að lokum og hrærið varlega.
Það er frábært að setja krem-blönduna í sprautupoka og sprauta því fallega ofan á hverja köku og setja svo fallega konfekt-kúlu á toppinn

 

Mynd: Una Guðmunds

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar