fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Besta leiðin til að geyma ferskt krydd

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 14. mars 2021 19:04

Kryddplöntuparadísin ´´a Flúðum! Mynd: TM

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest ferskt krydd eins og kóríand­er og steinselja kemur í plast­bökkum. Kryddið geymist ekki vel í þeim sökum raka. Besta leiðin til að lengja líftíma kryddsins (virkar fyrir salat líka) er eftirfarandi:

1. Skolið og þerrið vel. Til dæmis í salatvindu. Eða með eldhús­pappír. Engan raka, takk!

2. Fjarlægið öll skemmd lauf, því að þau skemma út frá sér.

3. Rúllið kryddinu upp í eldhús­pappír – stilkana öðrum megin. Varist að setja of mikið í hverja rúllu. 4. Setjið pappírinn í loftþétt box eða zip­lock poka og geymið í kæli. Ef um salat er að ræða er það sett hreint og þurrt í poka eða loftþétt box með eldhúspappír í botninn til að draga í sig raka.

Basilunnendur athugið!
Aðrar reglur gilda um basilíku sem þolir illa kulda – hún geymist best við stofuhita – stilkurinn ofan í vatni og poki yfir laufin. Best er þó að kaupa hana í potti og geyma úti í glugga – athugið að ekki má liggja vatn á rótum hennar. Vökvið oft og lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“