fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Matur

Gerðu veturinn ögn sumarlegri með gómsætu vatnsmelónusalati

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 31. janúar 2021 16:30

Mynd/Valli/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurlaug Knudsen er önnur kvennanna á bak við matarþjónustuna SONO matseljur, sem gerir hollan partímat sem minnir helst á listaverk.

Sjá einnig: Sjúkdómur sonarins varð kveikjan að jurtaástríðunni

Sigurlaug deilir hér einni af sínum uppáhaldsuppskriftum. „Einföld, holl og góð. Kannski eilítið sumarleg. En stundum er sumar allt árið. Eða eins og ljóðið segir: „Sól í hjarta, sól í sinni,“ segir hún.

Vatnsmelónusalat

1 þroskuð vatnsmelóna

Smá myntulauf, söxuð

Nýtíndur þari (bóluþang er uppáhaldið mitt), annars ef þið nennið ekki að vaða sjóinn má stökkva út í búð og kaupa þarasnakk.

Vegan fetaostur

Skolið snögglega þangið svo enginn sandur eða annað lifandi fylgi með. Þurrkið bóluþangið, eða hvaða annað þang sem ykkur lystir, og setjið á ofnplötu með smá ólífuolíu yfir inn í ofn á blástur við 140 gráður í 15 mínútur. Fylgist vel með að ekki brenni. Við viljum bara þurrka þangið, ekki elda það.

Skerið vatnsmelónuna í kubba og setið á fallegan disk (stundum skiptir útlitið máli).

Myljið fetaostinn yfir miðjuna og skvettið sósunni yfir. Myljið þangið og hendið smá myntu yfir í lokin.

Salatsósa

  • 1 mál gott eplaedik
  • 1 msk. myntuvatn (blómavatn, fæst í Istanbúl Market)
  • 1 msk. hrásykur
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Smá, þurrkuð birkilauf eða steinselja

Hrærið öllu saman.

Vegan feta í legi

  • 2 þurrkaðir chilli (eftir smekk)
  • Börkur af 1 lífrænni sítrónu (annars er hætta á að börkurinn sé sprautaður með eiturefnum)
  • 4 þurrkuð lárviðarlauf
  • Salt og pipar
  • 2 bollar af ólífuolíu
  • Vegan fetaostur

Ristið á pönnu sítrónubörk, lárviðarlauf og chilliflögur. Látið reykja (já, það verður hóstað) og kælið með góðri ólífuolíu. Bætið fetakubbum út í og látið standa í góða klukkustund eða jafnvel einhverja daga.

Mér finnst Violife feta best í þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“