fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Matur

Halloumie Doritos-borgari að hætti Hallberu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 17. janúar 2021 17:00

Hallbera Guðný landsliðskona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðskona deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi. Hér deilir hún uppskrift að Halloumie Doritos-borgara.

Sjá einnig: Þetta borðar Hallbera landsliðskona á venjulegum degi

Aðsend mynd.

Fyrir 2

  • Halloumie ostur – 1 pakki
  • Sýrður rjómi – 4 msk.
  • Syrachasósa 1 tsk.
  • Olía 1 tsk. og til steikingar
  • Doritos – 1 bolli
  • Avókadó 1 vænt stk.
  • Laukur – ½
  • Tómatar 1 stk.
  • Kóríander ferskt – ½ bolli
  • Hamborgarabrauð – 2 stk.
  • 1 væn sæt kartafla
  • Krydd eftir smekk
  • Pipar
  • Laukkrydd
  • Chilipiparkrydd
  • Kóríanderkrydd

Sósan

  • 4 msk. sýrður rjómi
  • 1 tsk. Sirachasósu – ath sterk – gott að smakka til
  • Pipar, lauk- og chilipiparkrydd (fer eftir smekk)
  • 1 tsk. olía

Allt hrært saman

Í aðra skál

Takið Halloumie ost og skerið niðurí hæfilega stóra bita. Veltið ostinum upp úr sýrðu rjómablöndunni og þekið svo ostinn með Doritos.

Raðið í eldfast mót og setjið inn í ofn í sirka 15-20 mínútur á 180 gráður.

Stappið avókadó og setjið á hamborgarabrauðið ásamt niðurskornum lauk, tómat og kóríander og setjið á hamborgarabrauðið.

Ég nota gróft smábrauð frá Myllunni sem hamborgarabrauð en það má auðvitað nota venjuleg hamborgarabrauð líka. Gott að setja smá dass af chilli mayo.

Sætkartöflufranskar

Sæt kartafla skorin niður í strimla. Velt upp úr ólífuolíu ásamt pipar, salti og kóríanderkryddi.

Sett í eldfast mót og bakað þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn – sirka 20 mín á 180 gráðum. Fer eftir þykkt bitanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“