fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Djúsí djöflaterta með kaffikremi og granateplum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 10:00

Ekki amalegur eftirréttur þetta!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppskriftir Unu Guðmundsdóttur, matgæðings DV, klikka ekki frekar en fyrri daginn.

Djöflaterta með kaffikremi og granateplum

Kökubotnar

200 ml soðið vatn

6 msk. kakó

100 g púðursykur

130 g smjör

100 g sykur

3 egg

220 g hveiti

½ tsk. lyftiduft

½ tsk. matarsódi

3 tsk. vanilludropar

Ofn hitaður í 180 gráður og tvö 20- 25 cm bökunarform húðuð vel að innan með annaðhvort Pam-úða eða smjörlíki.

Kakói (passið að sigta kakóið saman við) og púðursykri er blandað saman við soðið vatn. Gætið þess að það sé ekki meira en fingurvolgt. Setjið til hliðar.

Bræðið smjör og leyfið að kólna aðeins og blandið svo saman við sykurinn þar til blandan verður ljós og létt í sér.

Þá er eggjunum bætt saman við blönduna og öllu hrært vel saman. Því næst er restinni af þurrefnunum bætt saman við.

Að lokum er vatninu sem búið var að blanda með sykri og kakói bætt út í og deiginu blandað vel saman.

Deiginu er svo skipt jafnt í tvö bökunarform og bakað í um 25-35 mínútur.

Passið að botnarnir kólni alveg áður en kreminu er smurt á.

 

Kaffikrem

250 g smjörlíki

250 g flórsykur

2 msk. vanilludropar

5 msk. uppáhellt kaffi

1 granatepli, til þess að setja fræin ofan á kökuna

Hellið upp á smá kaffi, tilvalið að nota það síðar með kökunni.

Takið frá smá kaffi í bolla og leyfið að kólna.

Þeytið vel saman flórsykri, smjörlíki (mjúku) og vanilludropum. Best er að stilla á meðalhraða og leyfa kreminu að blandast vel saman í nokkrar mínútur. Blandið kaffinu saman við og þeytið áfram í smátíma.

Skerið granatepli í tvennt og takið kjarnann frá, ef eplið er mjög blautt er gott að þerra fræin aðeins með servíettu og taka mesta rakann.

Smyrjið kreminu á milli botnanna og síðan að utan og stráið svo fræjunum yfir toppinn á kökunni.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum