fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 14:00

Embla Ósk. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænkerinn Embla Ósk nafn prófaði hráfæði í 30 daga og var dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með. Hún fékk fjöldi spurninga um mataræðið og upplifun hennar á því. Hún svarar þeim öllum í IGTV myndbandi og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila því áfram með lesendum.

Embla segist vera smá hissa yfir áhuga fylgjenda sinna á mataræðinu því henni sjálfri finnst þetta „ótrúlega öfgakennt (e. extreme) mataræði.“

Hráfæði (e. raw vegan diet) snýst í stuttu máli um að það má ekki borða neitt sem er hitað upp fyrir 40 gráður. Aðal uppistaða mataræðisins eru grænmeti og ávextir, en einnig hnetur og fræ.

Embla fer yfir hvernig dagarnir voru hjá henni, hvað hún var að borða og hvernig innkaupalistinn var. Hún segist hafa borðað mjög fjölbreytt en einnig mikið af sömu réttunum eins og mangóís, græna safa og salöt. Það er hægt að skoða myndir og myndbönd frá Emblu á Instagram undir fully raw í Highlights.

Embla fékk sér grænan safa og mangóís daglega.

„Ég var líka mikið að borða það sama því þá vissi ég að ég væri að fá ákveðið magn af hitaeiningum og nóg af næringarefnum. Þannig ég hélt mig við þetta því þetta voru bara 30 dagar,“ segir hún og bætir við að ef þetta hefði verið lengra tímabil þá hefði hún prófað fleiri uppskriftir.

Af hverju?

„Ástæðan var ekki til að grennast eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst bara ótrúlega gaman að prófa eitthvað öfgakennt. Eins og um daginn stundaði ég hugleiðslu og jóga í 100 daga ásamt því að taka út sykur. Það gerði þetta ferli mikið auðveldara,“ segir hún. Embla hefur líka lagt snjallsímann upp í hillu í mánuð og verið með gamlan Nokia síma.

Stærsta ástæðan segir Embla þó vera andlega (e. spiritual). „Mig langaði að vita af hverju ég væri að sækja í matinn sem ég var að sækja í,“ segir hún.

Embla hætti einnig að drekka kaffi og áfengi yfir þennan tíma. Hún var mikil kaffi manneskja en hefur enga löngun í það eins og er. Hún segist þó ekki útiloka að fá sér kaffibolla í bráð.

Salöt og chia-grautar voru vinsælir hjá Emblu.

Framhaldið

Embla segist ætla að halda áfram að borða hráfæði en fylgja svokölluðu „hráfæði til fjögur“ eða „Raw to 4“ sem snýst um að hún borði hráfæði fram eftir degi en borða eldaðan kvöldmat.

Aðspurð um verðmun á hefðbundnu grænkerafæði og hráfæði segir Embla:

„Mér finnst eins og þetta sé dýrara. Mér fannst ég fara oft út í búð og borga frekar mikið í hvert skipti. En ég var að sleppa öllum skyndibita, orkudrykkjum, kaffi og áfengi, sem er allt frekar dýrt. Þannig ég er að fjárfesta í heilsunni. En þetta er svipað í verði, kannski smá dýrara. Að djúsa er alveg dýrt,“ segir hún.

Embla svarar fleiri spurningum í myndbandinu sem má horfa á hér að neðan. Eins og hvernig hún fór að því að borða hráfæði þegar hún var á ferðinni og hvernig hún æfði yfir mánuðinn.

Að lokum hvetur Embla alla til að bæta meira af grænmeti og ávöxtum inn í mataræðið sitt.

https://www.instagram.com/p/CEU5mRYAD1l/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum