fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

„Ákveðin hugleiðsla að elda“ – Sjáðu matseðil Elísu Viðars

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 26. júlí 2020 09:45

Elísa Viðarsdóttir. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísa Viðarsdóttir er afrekskona í knattspyrnu og spilar með Val. Hún er líka meistara- nemi í næringarfræði, móðir, og starfar sem matvælafræðingur. Hún þarf mikla orku fyrir amstur dagsins og gefur sér oftast tíma til að elda góðan og næringarríkan mat.

Venjulegur dagur hjá mér byrjar á því að mæta í vinnuna upp úr átta,“ segir Elísa. „Eftir vinnu fer ég í búðina til að geta undirbúið kvöldmatinn áður en ég sæki stelpuna mína á leikskólann um klukkan þrjú.“ Elísu finnst mjög nærandi að sækja dóttur sína snemma í leikskólann. „Það er gott að eiga tíma með henni áður en ég fer á æfingu seinni partinn. Eftir æfingu er gott að koma heim og þurfa bara að hita upp matinn. Á kvöldin, þegar stelpan er sofnuð, finnst okkur gott að horfa á einn þátt til að tæma hugann.“

Heilbrigt samband við mat mikilvægast

Elísa fylgir ekki neinu ákveðnu mataræði. Hún er að leggja lokahönd á meistararitgerð í næringarfræði og veit því vel hvað hentar henni að borða til að hafa næga orku til að sinna vinnu, skóla, fjölskyldunni og æfingum. „Það sem hentar mér er að borða fjölbreyttan mat sem er vel samsettur af próteinum, kolvetnum og fitu. Mér finnst þó mikilvægast að eiga í heilbrigðu sambandi við mat og ekki flokka mat í slæman eða góðan, frekar næringarríkan eða næringarsnauðan. Það er nefnilega allt í lagi að borða allt, bara ekki allt í einu og ekki alltaf.“

Elísa hefur mjög mikinn áhuga á eldamennsku. „Mér finnst ákveðin hugleiðsla í því að standa í eldhúsinu að elda og sæki því mjög mikið í það. Ég verð að segja að sjálfstraustið er með mér í eldhúsinu og ég trúi því innilega að ég sé ágætis kokkur.“

Elísa Viðarsdóttir mynd/Ernir Eyjólfsson

Matseðill Elísu

Morgunmatur

Hafrar, chia-fræ, hampfræ, salt, smá sítrónusafi, látið liggja í möndlumjólk yfir nótt. Toppa þessa máltíð svo með því sem til er hverju sinni. Oftast er það banani og stökkt múslí & KAFFI. Ég er mikil kaffikona.

Millimál

Ótrúlega misjafnt, en ávextir eða grænmeti, flatkökur, hreint skyr með banana og múslí, brauð með áleggi og svo gæti ég borðað hummus með skeið upp úr boxi ef þannig ber við.

Hádegismatur

Ég bý mér oft til alls konar matarmikil salöt úr því sem til er í ísskápnum, kínóa eða bygg, falafelbollur, klettasalat, ofnbakað grænmeti með góðri dressingu er svolítið það sem ég er að vinna með.

Ef skipulagið fer alveg úr böndunum (sem gerist oft) þá hefur eggjavélin í vinnunni komið mér ansi oft til bjargar og þá eru það 2 brauðsneiðar með smjöri, osti og soðnu eggi, legg ekki meira á ykkur.

Millimál

Fæ mér eitthvað kolvetnaríkt fyrir æfingar, brauð með áleggi, morgunkorn eða ávexti.

Kvöldmatur

Fiskur verður mjög oft fyrir valinu á mínu heimili, annars einhverjir ljúffengir grænmetisréttir.

Fiskur á einni pönnu er í miklu uppáhaldi og alveg ótrúlega einfalt og gott.

 

Fiskur á einni pönnu

mynd/aðsend

Uppskrift fyrir 2-3:
500 g þorskhnakkar
1 blaðlaukur
1 grænt epli
50 g parmesan-ostur
300 ml kókosrjómi/matreiðslurjómi
1 tsk. aromat
1 tsk. chillí flögur
2 msk. karrý
Salt og pipar eftir smekk
Handfylli af klettasalati
Hveiti til að velta fiskinum upp úr

Fiskinum velt upp úr hveiti og steiktur á vel stórri pönnu upp úr smjöri og olíu 2-3 mínútur á hvorri hlið, þá er fiskurinn kryddaður og kókosrjómanum/matreiðslurjómanum hellt yfir.

Látið malla í 5-10 mínútur á meðal háum hita. Blaðlauknum og eplunum er bætt við sem og parmesan-osti, þetta er látið malla í 5 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn og laukurinn og eplin aðeins farin að eldast.

Að lokum er klettasalati stráð yfir og örlítið meira af parmesan rifið yfir. Fiskurinn er svo borinn fram á beint á pönnunni.

 

Þessi grein birtist upphaflega í helgarblaði DV síðustu helgi – fyrir upplýsingar um áskrift að blaðinu, hafið samband við askrift@dv.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum