fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Geggjað grillpartí með lítilli fyrirhöfn – lambaspjót og desert

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 12. júní 2020 19:30

Una Guðmundsdóttir hvetur fólk til að grilla um helgina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hérna er uppskrift að góðu grillkvöldi. Lambaspjót með alls konar girnilegu grænmeti, ofnbakað eggaldin með ólífum og fetaosti og í eftirmat grillaðir bananar með púðursykursfyllingu. Uppskriftirnar koma frá matgæðingi DV, Unu Guðmunds á unabakar.is 

 

Lambaspjót

600 g lambafillet-bitar (èg keypti sítrónumaríneraða bita hjá Kjötkompaníi)
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 appelsinugul paprika
1 rauðlaukur 1 hvítlaukur 1 kúrbítur 1 askja sveppir

Saxið grænmetið allt saman niður og reynið að hafa bitana frekar í stærri kantinum.
Þræðið grænmeti og kjöt að vild á spjót.
Setjið á grillið og gefið ykkur góðan tíma til að snúa spjótunum svo allar hliðar verði jafn vel eldaðar.
Berið fram með góðri sósu.

 

Ofnbakað eggaldin
1 meðalstórt eggaldin
15 ólífur
Fetaostur í kryddolíu
Handfylli af ferskri steinselju

Byrjið á að skera eggaldin í meðal- þykkar sneiðar og setjið á grillið.
Saxið ólífur smátt og setjið yfir eggaldinsneiðarnar ásamt fetaosti.
Setjið í eldfast mót og inn í ofn við 180 gráður í um 10 mínútur, eða þar til fetaosturinn hefur bráðnað.
Setjið sneiðarnar á fat, klippið niður ferska steinselju og stráið yfir til að bragðbæta.

 

Bananar með púðursykri

4-6 bananar
4-6 msk. púðursykur
Vanilluís eða þeyttur rjómi

Kljúfið hvern banana í tvennt og takið miðjuna úr hvorum bita, eða myndið pláss til að fylla bananann af púðursykri.
Setjið um eina matskeið af púðursykri í miðjuna, pakkið inn í álpappír og grillið í um 10 mínútur.
Setjið bananann í skál og berið fram með ís eða þeyttum rjóma.
Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum